GTECHNIQ CERAMIC COAT

Crystal Serum Light ( Gtechniq )

Ökutækið er full massað og allar rispur sem hægt er að fjarlægja eru teknar. að því loknu er lakkið hreinsað vandlega. Ceramic er svo borið á allt ytra byrgði lakks og í hurðarföls. þessi meðferð er ætluð notuðum bílum.

Crystal Serum Light (CSL) er ceramic coat sem endist í 5 ár. Það bindur sig við yfirborð lakksins á bílnum með því að brenna efni inn í glæruna sem getur orðið allt að 5 sinnum harðari en glæran sem var á bílnum fyrir. CSL þolir miklar hitabreytingar eða allt frá +250° og niður í -40°.

Áður en Crystal Serum Light er sett á bílinn þá er lakkið á bílnum leiðrétt með mössun, það þýðir að við náum fram eins miklum glansi á lakkið og kostur er með þrifum og mössun. CSL veitir svo lakkinu meir dýpt, lit og vernd og viðheldur glansinum sem lakkleiðréttingin náði fram. CSL þolir hreinsiefni með ph gildi frá ph2 upp í ph12 og þolir því vel efnaþvotta. Þessi eiginleiki einfaldar einnig þrif á órheinindum sem koma á bílinn eins og trjákvoðu tjöru og vatnsblettum.

Verð: Tilboð.